Lífið er fullt af hindrunum, stórum og smáum. Það er enginn sem viljandi setur þær fyrir þig, svona er einfaldlega lífið. Það virðist reyndar oft ójafnt gefið, því margur fer langleiðina í gegnum lífið án teljandi vandræða á meðan aðrir virðast alltaf vera að takast á við mótlæti. Öll þurfum við þó að takast á við eitthvað.
Viðhorf okkar til þessara hindrana getur hins vegar létt okkur lífið. Hindrun þarf nefnilega ekki að vera til að stoppa þig. Þá væri til dæmis hindrunarhlaup lítið spennandi ef keppendur stoppuðu alltaf við fyrstu hindrun. Þeirra hlutverk er að komast yfir hindrunina á eins stuttum tíma og mögulegt er.
Hindranirnar í lífi okkar má tækla með sama hætti. Ef þú getur stokkið, þá stekkur þú, ef þær eru of háar til að stökkva yfir, þá þurfum við að finna aðra leið framhjá. Ef við treystum okkur ekki, þá þurfum við hjálp og stuðning. Hann er oftast nær en okkur grunar. Þó vissulega geti verið erfitt að byðja um hjálp.
Comments