top of page

Handan skýjanna skín sólin.


Handan skýjanna skín sólin.
Handan skýjanna skín sólin.

Lífið snýst að mörgu leiti um veðrið. Allt lífið á jörðinni er undir því komið. Líklega er ekkert umræðuefni algengara en veðrið og algengasti ísbrjóturinn í upphafi samræðna.


Því miður virðast væntingar okkar gagnvart veðrinu vera frá allt annari breiddargráðu en þeirri sem við búum, það er því allt of algengt að viðhorf okkar sé litað neikvæðni og jafnvel bölsýni. Við látum stjórnast af veðrinu, leyfum rigningunni að herja á sálina. Skýjunum að varpa skugga á gleðina, rokinu að fjúka í geðið.


Líkaminn er vel til þess hannaður að þola smá vætu og vind. Sálin síður. Varðveitum það sem skiptir mestu máli og munum að handan skýjanna skín sólin.


Þrátt fyrir allt, þá er ástæða til að brosa.


22 views0 comments

Comments


bottom of page