Hamingjan felst ekki í að eiga alla hluti, heldur að vera þakklát fyrir allt sem við eigum.

Oft er haft á orði að það sé ekki magnið sem skiptir máli, heldur gæðin. Fyrir utan peninga, þá er það líklega nokkuð rétt. En hamingjuna kaupum við ekki og hún er ekki mældi í magni. Þakklætið fyrir það sem við eigum, stórt eða smátt, lítið eða mikið er betri mælikvarði á hamingjuna. Þann þakkláta skortir nefnilega ekkert.