
Það er margt í kringum okkur sem fær okkur til að halda að einhver annar veiti okkur hamingju. Einhver útgáfa af riddaranum á hvíta hestinum, risapotturinn í lottói lífsins. Veruleikinn er hins vegar annar og hversdagslegri. Ekkert og enginn á eftir að gera þig hamingjusaman fyrr en þú ákveður að veita henni móttöku. Hamingjan kemur ekki til okkar, hún getur aðeins komið frá okkur. Gefið og þér mun gefið verða, segir í aldagamalli bók. Ef þú vilt vin, vertu þá vinur. Ef þú vilt hamingju, taktu þá á móti hamingjunni, umfaðmaðu hana og njóttu hennar. Best er auðvitað ef fleiri fá að njóta hennar með þér.
Comments