top of page

Hamingjan er hið raunverulega ríkidæmi.


Hamingjan er hið raunverulega ríkidæmi.
Hamingjan er hið raunverulega ríkidæmi.

Fyrir einhverjum áratugum, í upphafi skólagöngu minnar var vinsælt að láta minningabækur ganga meðal vina eða bekkjarfélaga. Þar skrifuðum við með skjálfhentri lykkjuskrift, eitthvað um okkur sjálf og svöruðum meðal annarra spurningunni um hvað við ætluðum okkur að verða. Algengustu svörin voru líklega; flugmaður, slökkviliðs- eða lögreglumaður og jafnvel læknir. Ég hafði ekki slíka drauma. Ég ætlaði bara að verða ríkur.


Ég veit ekki hvað mér fannst svona eftirsóknarvert við það. Líklega bara að geta átt alla hluti sem hugurinn girntist. Mér fannst litlu máli skipta hver leiðin var að þessu marki. Ég vildi bara fara mína leið.


Og þegar ég lít til baka, þá hefur sú einmitt verið raunin. Ég hef farið mína eigin leið og komst að því að peningar skapa manni ekki hamingju en ríkidæmið er einmitt hamingjan sem við öll finnum með okkar eigin hætti. Sumir snemma, aðrir seint, en vonandi allir að lokum. Ég leyfi mér að fullyrða að á endanum komumst við öll að því að sönn hamingja er hið raunverulega ríkidæmi.


Hafir þú ekki enn fundið hamingjuna, haltu þá áfram að leita. Kannski á öðrum stöðum en áður.


25 views0 comments

コメント


bottom of page