Mér datt í hug auglýsing fyrir morgunkorn og velti fyrir mér hvað væri raunverulega góður grunnur að góðum degi. Ýmislegt kom í hugann, góð næring var eitt þeirra, en ekkert sem ég tengdi við morgunkorn. Í allri umræðu um heilsusamlegt líferni, mikilvægi hreyfingar og góðs mataræðis þá finnst mér hvíldin hafa orðið svolítið útundan.
En það er kannski að breytast, því með allri umræðu um kulnun, streytu og álag undanfarið fylgir það augljósa, við gefum okkur ekki tíma til að hvílast nægilega vel. Auðvitað er hægt að tína til fjölmargar ástæður, en tímanum getum við ekki kennt um. Öll fáum við jafnt gefið af honum.
Af reynslu þá leyfi ég mér nú að fullyrða að það sé hvíldin sem er mikilvægust fyrir hvern dag, svo næringin og svo hreyfingin. Þá er jafnvægi þessara þriggja þátta, það sem leggur grunn að góðu lífi.
Comments