Við erum brothætt, auðsærð og viðkvæm. Mismunandi að sjálfsögðu, hver hefur sitt og öll erum við einstök. En ég leyfi mér að fullyrða að almennt séð þá er fullyrðingin sönn. Hvatningin liggur hins vegar í því hvað við gerum þegar við erum brotin, særð eða viðkvæm, gagnvart þeim sem á okkur brýtur. Fyrirgefning er sterkasta vörnin gegn geranda, ekki hans vegna, heldur okkar. Það gerir okkur kleift að halda áfram, gleyma en alls ekki samþykkja. Reynslan sem af því hlýst er svo það mikilvægasta sem eftir stendur. Bæði hvað það kennir okkur um okkur sjálf, og hvað það kennir okkur um þá sem á okkur brjóta, svo næst verðum við ekki eins brothætt, auðsærð eða viðkvæm. Tökum eitt skref í átt að bættri útgáfu af okkur sjálfum.
top of page
bottom of page
コメント