top of page

Gerðu fyrst það sem þarf að gera, svo það sem þig langar að gera.


Gerðu fyrst það sem þarf að gera, svo það sem þig langar að gera.
Gerðu fyrst það sem þarf að gera, svo það sem þig langar að gera.

Forgangsröðun er ekki skemmtileg. Oftast þýðir hún að við þurfum að fórna skemmtilegum hlutum fyrir eitthvað sem við þurfum að gera. Peningar fara fyrst í skuldbindingar og síðan í það skemmtilega. Tíminn fer fyrst í vinnu eða nám og svo getum við ráðstafað restinni í áhugamálin og fjölskylduna. Námið er til að tryggja okkur einhverja framtíð, sem heldur okkur frá fimtándu seríunni af Friends og Downton Abbey eða nýjustu tölvuleikjunum og rölti um verslunarmiðstöðvarnar.


En ástæðan fyrir því sem við þurfum að gera, er einmitt vegna þess sem við höfum forgangsraðað. Skuldbindingar okkar eru til dæmis til að við eigum heimili, fasta búsetu, námsgráðu eða búum við ferðafrelsi einkabílsins. Veljum skuldbindingar okkar vel, stillum þeim í hóf og verum þakklát fyrir það sem þær færa okkur. Best er auðvitað að skuldbindingar okkar, vinna og nám sé skemmtilegt og áhugavert, því þannig verður auðveldara að gera fyrst það sem þarf að gera og enn skemmtilegra að gera svo það sem mann langar.


18 views0 comments

Comments


bottom of page