Það er oft haft á orði að bros geti myrkri í dagsljós breytt. Það eru orð að sönnu og eitthvað sem við öll ættum að temja okkur eins og mögulegt er, að brosa hvort til annars.
Næsta skref er svo að gefa öðrum ástæðu til að brosa. Það þarf ekki að vera flókið, bros er oftast næg ástæða til að fá aðra til að brosa! En það eru fleiri leiðir sem rista dýpra og hafa meiri áhrif. Kanntu slíka leið? Ekki vera feiminn, notaðu hana meira.
Comentarios