top of page

Gætum þess sem við segjum. Orð eiga það til að festast á hjarta okkar ævilangt.


Gætum þess sem við segjum. Orð eiga það til að festast á hjarta okkar ævilangt.
Gætum þess sem við segjum. Orð eiga það til að festast á hjarta okkar ævilangt.

Sár gróa. Líkami okkar er ótrúlegur og geta hans til að græða sig er magnaður. Fái ég skurð á hendina, get ég átt von á því að eftir nokkra daga verði líkaminn búinn að laga sárið fullkomlega. Ný húð og líkamsvefir og engin ummerki eftir sárið. Því stærri sem sárin eru, svo ekki sé talað um beinbrot eða eitthvað viðlíka tekur ferlið lengri tíma, en sé vel hlúð að sárinu, má oft vænta sömu niðurstöðu, innan nokkurra vikna er það fullkomlega læknað.


Þessu er hinsvegar ekki þannig farið með sálina. Þar getur eitt lítið "sár" tekið stóran hluta ævinnar að gróa um heilt, jafnvel með mikilli vinnu og aðstoð. Stór áföll gróa oft aldrei almennilega, með ótrúlega eyðileggjandi áhrifum fyrir þann sem sárið ber og jafnvel alla sem í kringum hann standa.


Einelti og andlegt ofbeldi er dauðans alvara. Stöndum gegn því, gætum tungu okkar og hugarfars um leið og við einsetjum okkur að koma í veg fyrir að slíkt geti átt sér stað í okkar nærsamfélagi. Við getum þetta ef við leggjum okkur fram, leggjumst öll á eitt og gerum það saman.


37 views0 comments

Commentaires


bottom of page