top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Frægð er gufa, vinsældir slys og velgengni fallvölt. Það eina sem skiptir máli er mannorð.


Frægð er gufa, vinsældir slys og velgengni fallvölt. Það eina sem skiptir máli er mannorð.
Frægð er gufa, vinsældir slys og velgengni fallvölt. Það eina sem skiptir máli er mannorð.

Fólk getur orðið frægt, vinsælt og notið velgengni mjög skyndilega og jafnvel fyrir litlar sakir. Líka af endemum. Allt þetta getur líka gufað upp með litlum fyrirvara og fyrir litlar sakir, nema þú hafir þeim mun meiri innistæðu. En eitt er það sem fylgir þér alla ævi, mannorðið.


En orðstír

deyr aldregi

hveim er sér góðan getur.

(úr Hávamálum)


Gott mannorð er eins og virðing, getur aðeins áunnist með tíma og góðum gjörðum. Verði manni á, bætir maður fyrir það og heldur áfram.


15 views0 comments

Recent Posts

See All

Комментарии


bottom of page