top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Flestir spila til að lifa, ekki til að vinna.


Flestir spila til að lifa, ekki til að vinna.
Flestir spila til að lifa, ekki til að vinna.

Ég er keppnismaður. Lífið er keppni. Mér finnst lífið skemmtilegra þegar ég keppi, sérstaklega þegar ég vinn! Það er gaman þegar vel gengur og enn skemmtilegra þegar það gengur betur en hjá öðrum. Að dúxa, fá gull um hálsinn, hampa sigurlaunum.


En það eru ekki allir keppnisfólk, og svo eru þeir sem búa við aðstæður sem leyfa ekki keppni eftir verðlaunum. Barátta sumra snýst að mestu um að lifa af daginn, halda höfði upp úr vatni.


Þó keppni sé okkur í blóð borin, hafa flestir í heiminum ekki ástæðu né aðstæður til að keppa til annars en að lifa af daginn, komast klakklaust í gegnum lífið. Við hin ættum að kappkosta að hjálpa þeim að sigra í þeirri keppni með mannsæmandi hætti.



11 views0 comments

Comentários


bottom of page