top of page

Flest virðist ómögulegt þar til einhver hefur gert það.


Flest virðist ómögulegt þar til einhver hefur gert það.
Flest virðist ómögulegt þar til einhver hefur gert það.

Elon Musk, stofnandi Tesla og SpaceX er líklega þekktasti frumkvöðull samtímans. Sagt er að hann hafi einfalt svar við þeirri staðhæfingu að eitthvað sé ekki hægt: "Sýndu mér fram á að það brjóti einhver lögmál eðlisfræðinnar."


Ástæðurnar fyrir því að við lítum svo á að eitthvað sé ekki hægt eru nefnilega oftast takmarkandi þættir okkar. En ef við leyfum okkur að hugsa út fyrir okkar eigin getu, takmarkanir okkar, þá komumst við oft að því að flest er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Við þurfum bara að sækja það sem okkur vantar og leita aðstoðar annarra. Og eins og Elon Musk segir, ef það stríðir hreinlega ekki gegn lögmálum náttúrunnar, þá er allt hægt!


Þess vegna eigum við að stefna til stjarnanna. Það kann að vera ótrúlegt að við komumst nokkurn tíma þangað en það er hægt! Og ef við komumst ekki, þá fáum við í það minnsta að njóta stórkostlegs útsýnis allan tímann sem við reynum.

Hjálpumst að við að gera það ómögulega mögulegt.


24 views0 comments

Comments


bottom of page