Milljónir fólks hafa það sem sérstakt áhugamál að ganga á fjöll. Þó sú ganga sé til skemmtunar, reynir hún á, líkamlega og andlega. En ávinningurinn þegar á toppinn er komið er fyrst og fremst sórkostlegt útsýnið sem blasir við.
Það er leyndardómur falinn í því að sigrast á erfiðleikum. Oft gerir sigurinn alla þrautargönguna þess virði að ganga hana. Hann getur veitt manni umburðarlyndi, víðsýni og samkennd. Svo ekki sé talað um styrk og færni til að hjálpa öðrum sem svipaða leið hafa þurft að ganga. Ekki hætta á miðri leið, sigurinn er nær en þig grunar og verðlaunin eru einstök.
Comments