top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Enginn getur allt, en allir geta eitthvað.


Enginn getur allt, en allir geta eitthvað.

Árið 1790 hóf William Wilberforce baráttu fyrir afnámi þrælahalds í breska heimsveldinu sem þá teygði sig yfir sex heimsálfur. Hann var spurður í upphafi baráttu sinnar; "ef þú hjálpar einum, ertu þá ekki að gera allan heiminn örlitlu betri?" Það opnaði augun hans fyrir því að þó verkefnið væri ógnvænlega stórt, gat það ekki orðið til einskis. 18 árum síðar var þrælahald bannað og skömmu áður en Wilberforce lést, 1833 var öllum þrælum veitt frelsi í breska heimsveldinu. Fullnaðar sigri var náð.


Oft verðum við vonlítil þegar við horfum í kringum okkur og sjáum hversu mikil og víða þörfin er. Hvað get ég gert? Og þegar svarið er "lítið" þá hættir okkur til að gera ekki neitt. Hvernig getum við breytt þróun í loftslagsmálum? Hvað get ég gert við misrétti í heiminum? Stöðvað hungur eða fátækt? Það byrjar hjá okkur, á mér og þegar margir gera "eitthvað".


53 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page