top of page

Ekki láta lítið fólk telja þér trú um að draumar þínir séu of stórir.


Ekki láta lítið fólk telja þér trú um að draumar þínir séu of stórir.
Ekki láta lítið fólk telja þér trú um að draumar þínir séu of stórir.

Það er fullt til af fólki með góðan ásetning sem vill forða þér frá mistökum og erfiðleikum. Og það getur verið erfitt að meta hvenær við teygjum okkur of langt. En þetta veit ég, að sá sem horfir til stjarnanna kemst alltaf lengra en sá sem miðar allt við kjarrið, jafnvel þó hann komist ekki alla leið.


Settu þér eins háleit markmið og þú treystir þér til og margfaldaðu svo með pí! Ekki óttast að miða of hátt. Ekki óttast mistök. Stefndu hátt og hlustaðu varlega á úrtöluraddir. Þú ert hugrakkari en þú trúir, sterkari en þú virðist og miklu betri en þú heldur.


35 views0 comments

Comments


bottom of page