top of page

Ekkert lítur eins vel út og góð heilsa.


Ekkert lítur eins vel út og góð heilsa.
Ekkert lítur eins vel út og góð heilsa.

Safnið á Kristnesi í Eyjarfirði segir sögu staðarins sem um árabil var rekinn sem hæli fyrir berklasjúklinga, á þeim tíma þegar berklar voru ólæknandi og flestir sem þar bjuggu biðu örlaga sinna með veika von um komast aftur heim. Á safninu er meðal annars að finna dagbókafærslur einhverra sem þar dvöldu og í einni þeirra, frá 1938 er að finna þessi orð:

"Aldrei hafði ég tekið eftir því fyrr, hve heilbrigt fólk var hamingjusamt."


Það er merkilegt til þess að hugsa hversu mikið hefur áorkast í heilbrigðismálum heimsins á undanförnum áratugum og að flesta þekkta sjúkdómar sé hægt að meðhöndla þannig í dag, að lækning sé varanleg eða þannig að fólk geti lifað með þeim svo sæmileg reisn sé að. En um leið er skelfileg tilhugsun hvað okkur tekst almennt illa að viðhalda góðri heilsu og þó flestir sjúkdómar sé hægt að meðhöndla í dag, þá þýðir það því miður ekki að sjúklingum fækki.


Flest okkar viljum líta vel út. Gerum það með því að ástunda heilbrigðan lífsstíl og leggja okkur fram við að fyrirbyggja það sem annars getur rænt okkur heilsunni.


20 views0 comments

Comments


bottom of page