top of page

Ekkert fer eins illa og þú getur ímyndað þér.


Ekkert fer eins illa og þú getur ímyndað þér.
Ekkert fer eins illa og þú getur ímyndað þér.

Eins dásamlegt og ímyndunaraflið er og stórkostlega hluti það getur skapað, ævintýri og drauma, þá getur það líka málað veröldina óþarflega dökkum litum. Ótti er okkur eðlilslægur, enda eitt af mikilvægum varnarviðbrögðum okkar. Án hans hefðum við líklega öll orðið dýrum merkurinnar að bráð.


Eins og það er gott að fá viðvörun þegar hætta steðjar að, þá hjálpar það engum ef viðvörunin kemur að ástæðulausu. Úlfur, úlfur hrópaði einhver og það fór ekki vel, eins og flestir þekkja frá samnefndri sögu. Ímyndunaraflið getur nefnilega á góðum degi hlaupið með okkur í gönur. Við getum treyst því að ekkert fer eins illa og við getum ímyndað okkur. Óttinn getur orðið harður húsbóndi og ástæðulaust að láta hann stjórna og ráða för.


Látum ekki stjórnast af ótta. Leyfum hjartanu að ráða.


19 views0 comments

Comments


bottom of page