Það er ekki nóg að hlusta ef þú heyrir ekki hvað er sagt. Það er ekki nóg að heyra ef þú skilur ekki hvað við þig er sagt. Og það er heldur ekki nóg að hlusta, heyra og skilja ef þú gerir ekkert við þær upplýsingar sem þér er treyst fyrir.
Leggjum við hlustir, leggjum okkur fram við að heyra svo við skiljum. Þannig erum við best undir það búin að gera eitthvað við það.
Comments