top of page

Ég er duglegur.


Ég er duglegur.
Ég er duglegur.

Dugnaður er dyggð. Við vöxum upp við mikilvægi þess að leggja okkur fram, gera vel, vera dugleg.


Stundum ber dugnaðurinn okkur þó ofurliði. Árið 2018 var orðið kulnun orð ársins hjá Ríkisútvarpinu eftir opna kosningu þar sem þúsundir tóku þátt. Orðið er notað um viðvarandi andlega og líkamlega þreytu og doða, einkum í tengslum við vinnu, en það hafði verið mjög áberandi á árinu.


Auðvitað á þessi ofurdugnaður ekki við um alla og eflaust getum við flest bara haldið áfram að vera dugleg eins og venjulega. Hins vegar hefur bæst við nýtt viðmið, við þurfum líka að vera dugleg að gæta okkar á að fara ekki yfir strikið, gera ekki of mikið, vera ekki of dugleg. Og við þurfum að vera dugleg að gæta hvors annars. Minna hvort annað á að þó dugnaður sé dyggð, þá er mikilvægara að njóta jafnvægis, vera meira, gera minna og njóta.


24 views0 comments

Comentários


bottom of page