top of page

Ég átti alltaf erfitt með að sætta mig við að passa ekki í hópinn


Ég átti alltaf erfitt með að sætta mig við að passa ekki í hópinn, þangað til ég gerði mér grein fyrir að ég stóð uppúr.
Ég átti alltaf erfitt með að sætta mig við að passa ekki í hópinn, þangað til ég gerði mér grein fyrir að ég stóð uppúr.

Við erum öll einstök en flest viljum við falla í hópinn. Hjálpum hvort öðru að sjá styrkleika okkar svo við verðum síður upptekin af því sem dregur okkur niður.

Það eru ótal dæmi um fólk sem dæmt hefur verið úr leik snemma á lífsleiðinni sökum einhvers sem gerði þeim erfitt fyrir. Thomas Edison var til dæmis sendur heim úr skóla 6 ára og þótti ekki námstækur. Móðir hans sá því um að kenna syni sínum fyrstu árin. Síðar varð Thomas frægasti og afkastamesti uppfinningamaður sögunnar á síðustu öld. Eftir hann liggja líka fræg ummæli eins og: “I have not failed. I’ve just found 10,000 ways that won’t work.” eða: "Mér hefur ekki mistekist. Ég hef fundið tíu þúsund leiðir sem ekki virka." sem á alveg sérstaklega vel við hvatningarorð sem þessi!


44 views0 comments

Коментарі


bottom of page