top of page

Ef þú vilt fljúga, þarftu að losna við farangur sem heldur þér niðri.


Ef þú vilt fljúga, þarftu að losna við farangur sem heldur þér niðri.
Ef þú vilt fljúga, þarftu að losna við farangur sem heldur þér niðri.

Á ferðalögum er farangur nauðsynlegur, en sjaldan þægilegur að ferðast með. Að draga þungar töskur eða bera bakpoka á milli staða er augljós mínus við annars ánægjulegt ferðalag. Því umfangsmeiri eða þyngri sem farangurinn er þeim mun meiri óþægindi hljótast af honum.


Ég man eitt sinn eftir tilkynningu á flugvellinum í Minniapolis, heimabæ Mall of America, einnar stærstu verslunarmiðstöðvar heims sem Íslendingar heimsækja gjarnan, að ekki kæmist allur farangur með sömu flugvél og farþegarnir. Það er augljóst að á einhverjum tímapunkti verður flugvélin of þung til þess eins að komast á loft.


Það sama á við um ferðalagið sem lífið er. Ef við viljum einhverntíma ná góðu flugi, komast til draumastaðanna okkar, þá er mikilvægt að ferðast létt, að hafa ekki eitthvað sem dregur mann niður, lækkar flugið eða kemur jafnvel í veg fyrir að við komumst á loft. Losaðu þig við draslið. Já, ég veit að það er erfitt.


16 views0 comments
bottom of page