top of page

Ef þú heldur í eitthvað sem þér finnst gott, er það líkleg ástæða fyrir því að þú færð ekkert betra.


Ef þú heldur í eitthvað sem þér finnst gott, er það líkleg ástæða fyrir því að þú færð ekkert betra.
Ef þú heldur í eitthvað sem þér finnst gott, er það líkleg ástæða fyrir því að þú færð ekkert betra.

Breytingar vilja oft vefjast fyrir fólki. Viðkvæðið er gjarnan: "Hvers vegna að laga það sem ekki er bilað?" sem vissulega hljómar sannfærandi. Í Hávamálum segir: "Vits er þörf þeim er víða ratar" og skýrir þekktara máltæki "Heimskur er sá sem heldur sig heima" sem er í raun skilgreining á orðinu heimska, samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands. Ef við förum aldrei út, kynnumst aldrei neinu nýju, búum við aðeins að því sem er og var, en ekki því sem getur orðið.


Breytingar eru vissulega ekki alltaf góðar, en án breytinga verða engar framfarir. Ef við erum aldrei til í að breyta erum við sannarlega að missa af því sem getur orðið. Taktu séns. Prófaðu að sleppa takinu. Veröldin blasir við þér.


19 views0 comments

Comments


bottom of page