top of page

Ef þú breytir engu, breytist ekkert.


Ef þú breytir engu, breytist ekkert.
Ef þú breytir engu, breytist ekkert.

Við erum alltaf að vonast til að hlutir breytist til batnaðar. Gerum ráð fyrir að það sé einhver að vinna í þessu fyrir okkar hönd. Eiga pólitíkusar ekki að gæta hagsmuna okkar? Er ekki alveg að koma pilla við offitu og athyglisbresti? það hlýtur einhver að vera að vinna í því. Skil ekki af hverju ég hef alltaf minna og minna á milli handanna, það er greinilega allt að hækka. Varla er neyslan hjá mér að aukast, ég hef engu breytt… eða hvað?


Ef þú vilt að eitthvað breytist, vertu þá hluti af breytingunni. Leggðu þitt að mörkum svo raunveruleg breyting verði. Það þarf ekki að kosta mikið. Kannski bara að hvetja aðra til dáða, eða finna einhvern til að styðja þig og hvetja til dáða.


33 views0 comments
bottom of page