top of page

Betra er hjarta sem hlustar en eyru sem heyra.


Betra er hjarta sem hlustar en eyru sem heyra.
Betra er hjarta sem hlustar en eyru sem heyra.

Hún: "Heyrðir þú það sem ég sagði?"

Hann: (Hljómar utan við sig) "Já, elskan."

Hún: "Ertu að hlusta með athygli?"

Hann: (Lítur upp úr tækinu) "Já, núna. Hvað varstu að segja?"

Öll höfum við tjáningarþörf, þó vissulega sé hún mis mikil. Okkur þykir öllum gott að vita að á okkur sé hlustað og helst að tekið sé mark á því sem við segjum. En umfram allt þá sækjumst við eftir viðurkenningu. Að við finnum það að við séum samþykkt eins og við erum, með öllum okkar kostum og göllum. Að við séum elskuð. Að eyrað það heyri, en það sé hjartað sem hlusti.


6 views0 comments
bottom of page