top of page

Besta hugmynd dagsins kemur gjarnan við kaffikönnuna.


Besta hugmynd dagsins kemur gjarnan við kaffikönnuna.
Besta hugmynd dagsins kemur gjarnan við kaffikönnuna.

Ég tók þátt í starfsemi frumkvöðlaseturs um árabil og við höfðum gjarnan á orði að allar bestu hugmyndirnar fæddust við kaffikönnuna. Þegar við komum saman og spjölluðum, skiptumst á skoðunum og leituðum aðstoðar hvert hjá öðru.


Þau okkar sem drekka kaffi, byrja daginn gjarnan með því að fá sér kaffibolla. Pásurnar frá vinnu eru gjarnan teknar yfir kaffibolla. Margir vilja líka njóta smá næðis með kaffibolla í hönd. Margar af bestu stundum dagsins eiga sér þar af leiðandi stað við kaffikönnuna eða með kaffibolla í hönd.


Mín reynsla er sú að við fáum bestu hugmyndirnar þegar við erum í jafnvægi, í góðum félagsskap og okkur líður vel, að gera eitthvað sem við njótum, hvort sem kaffi kemur þar við sögu eða ekki. Gerum meira af því.


11 views0 comments

Comentarios


bottom of page