top of page

Berðu meiri umhyggju en aðrir telja skynsamlegt.


Berðu meiri umhyggju en aðrir telja skynsamlegt.
Berðu meiri umhyggju en aðrir telja skynsamlegt.

Það fylgir því áhætta að elska. Hættan er að ástin verði ekki endurgoldin. Að við liggjum særð og brotin eftir. En til er kærleikur sem er langtum mikilvægari en áhættan sem honum fylgir. Sá kærleikur er skilyrðislaus. Eiginleikinn að elska án þess að vænta nokkurs til baka, og sjá það góða í öðrum þrátt fyrir að finna kannski aldrei svo mikið sem þakklætisvott. Jafnvel andúð.


Fáir eru þessum kosti búnir en hann stendur öllum til boða sem hann vilja öðlast. Ef við erum tilbúin að taka áhættuna, takast á við möguleg vonbrigði og vinna úr því þegar okkur finnst á okkur brotið. Sýnum meiri umhyggju, jafnvel þegar hún virðist ekki endurgoldin. Meiri kærleika þegar okkur er mætt með hatri. Elskum hvort annað í orði og verki.


Ekki láta stjórnast af ótta, leyfðu hjartanu að ráða.


23 views0 comments

Kommentarer


bottom of page