Hlutverk og mikilvægi drauma er líklega með augljósara móti í íþróttum. Þegar við sáum litla Ísland taka við silfurverðlaunum á Ólympíuleikunum 2008 í fyrsta skipti í liðsíþrótt, minnsta þjóð sem það hefur áorkað og aftur þegar fótboltastrákarnir okkar komust í 16. liða úrslit á stórmóti vinsælustu íþróttar heims og stuttu síðar alla leið í heimsmeistarakeppnina í Rússlandi 2018.
Öll eigum við okkur drauma. Mis stóra, mis háleita og ólíka að gerð. En allir draumar hafa þann eiginleika að geta drifið okkur áfram langt umfram það sem við teljum okkur geta og enn frekar það sem aðrir telja okkur geta!
Comments