top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Allt sem gert er fyrir aðra er þess virði að gera.


Allt sem gert er fyrir aðra er þess virði að gera.
Allt sem gert er fyrir aðra er þess virði að gera.

Það var stór hluti þjóðarinnar sem fylgdist með Stefáni Karli Stefánssyni leikara síðustu misserin fyrir andlát hans í ágúst 2018. Enda var hann virkur á samfélagsmiðlum og sagði opinskátt frá illvígum veikindum sínum sem hann tókst á við.


Skömmu eftir andlátið skrifaði Steinunn Ólína, eiginkona Stefáns Karls á snjáldurskinnu:

"Enga gjöf stærri hef ég fengið en þá að hlúa að Stefáni sem best ég gat þegar hann þurfti mest á mér að halda. Sú gjöf og örlæti allra í okkar garð skilur eftir þann sannleik að ekkert sem við aðhöfumst í lífinu er nokkurs virði nema að það sé fyrir aðra gert. Við lifum til þess að elska og vera elskuð. Allt annað krakkar mínir er drasl."


Þó ég hafi ekki tekist á við dauðann eða veikindi með nokkrum svipuðum hætti þá hef ég fengið að vera sá sem annast og undanfarin ár sá sem um er annast. Og þetta er svo sannarlega einnig mín niðurstaða, það eina sem skiptir raunverulegu máli er fólkið í lífi okkar, við lifum til að elska og vera elskuð.


Allt annað er duft og eftirsókn eftir vindi.


11 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentarios


bottom of page