
Ímyndunarafl er geta okkar til að sjá hluti fyrir okkur sem við höfum hvorki séð né upplifað, að upphugsa nýja hluti.
Áhyggjur virðast af svipuðum meiði, geta okkar til að ímynda okkur hvað gæti mögulega gerst, en gerist líklega aldrei. Ótti er oftast órökréttur og tilgangslaus.
Ímyndunaraflið gerir okkur kleift að skapa stórkostlega hluti, það fallegasta sem nokkur getur ímyndað sér en um leið kallað fram myrkustu skúmaskot sálarinnar.
Ímyndunaraflið er eitt af mögnuðum undrum veraldar. Ekki misnota það.
Comments