top of page

Af engu sérstöku tilefni

Ég er ekki frá því að þetta litla verkefni sé farið að vinda örlítið upp á sig og heldur áfram að stækka. Ekki hratt en stöðugt og nokkuð örugglega.


Af engu sérstöku tilefni tók ég saman fyrstu 50 hvatningarorðin sem ég setti á skjá með léttum takti. Vonandi snertir eitthvert þeirra við þér, uppörvar þig og hvetur. 

Vertu ófeimin við að deila því sem þér þykir við hæfi af þeirri hvatningu sem þú finnur hérna á vefnum, eða á fésbókarsíðunni, hvort heldur er sem persónulegum skilaboðum eða almennt. Öll þurfum við á hvatningu að halda og á einhverjum tímapunkti getur það skipt sköpum.


 
22 views0 comments

Comments


bottom of page