top of page

Ævintýrin byrja þar sem draumarnir enda.


Ævintýrin byrja þar sem draumarnir enda.
Ævintýrin byrja þar sem draumarnir enda.

Auðvitað eru ævintýrin allt í kringum okkur, stór og smá. Lífið er eitt stórt ævintýri, umlukið draumum um það sem verða vill.


En fyrir þann sem vaknar einn daginn við þá staðreynd að draumar hans verða líklega aldrei að veruleika, horfir dæmið allt í einu öðruvísi við. Skyndilega er draumurinn aðeins einn. Að ná heilsu, fá að lifa aðeins lengur.


En þar sem draumarnir hverfa í mistri hrakandi heilsu eru líka fjölmörg dæmi um að ótrúleg ævintýri hefjast. Ekki síst með hugarfarsbreytingu sem er kraftaverki líkust og fókus á það sem raunverulega skiptir máli í lífinu.


11 views0 comments

コメント


bottom of page