top of page

Að vita hvað á að segja krefst þekkingar en hvenær á að segja það krefst vísdóms.


Að vita hvað á að segja krefst þekkingar en hvenær á að segja það krefst vísdóms.
Að vita hvað á að segja krefst þekkingar en hvenær á að segja það krefst vísdóms.

Vísdómur er að búa yfir reynslu, þekkingu og góðri dómgreind. Að vera vitur. Við heyrum þetta orð ekki mikið notað en allir búa yfir þekkingu, og oft virðist sem flestir búa yfir sérfræðiþekkingu á öllu milli himins og jarðar. Dæmigert er þegar allir virðast breytast í dómara með sérþekkingu þegar horft er á kappleik, eða sérfróða þjálfara þegar illa gengur hjá þeirra liði.


Það er allavegana engin skortur á framboði fólks sem er tilbúið að segja sína skoðun eða leiðrétta skoðanir og þekkingu annarra. Mér finnst það reyndar afskaplega vel þegar fólk deilir þekkingu sinni og skoðun, en betur má gjarnan fara í vali á vettvangi og framsetningu þeirrar þekkingar. Það skiptir nefnilega miklu máli hvenær og við hvaða tilefni við segjum það sem okkur liggur á hjarta. Það hefur einnig áhrif á það hversu mikið mark er á okkur tekið sé valið vandað.


Vöndum okkur. Ekki bara segja það sem er rétt, heldur líka á réttum stað og á réttum tíma. Sýnum vísdóm.


14 views0 comments

留言


bottom of page