top of page
Writer's pictureUnnar Erlingsson

Að tala er silfur, að hlusta er gull.


Að tala er silfur, að hlusta er gull.
Að tala er silfur, að hlusta er gull.

Við tökum gjarnan eftir og flokkum fólk eftir því hversu auðvelt það á með að tala. Hvort það komi vel fyrir sig orði eða ekki. Geti svarað fyrir sig, rökrætt eða hversu vel máli farið það er. Við heyrum hinsvegar sjaldnar um að einhver sé góður í að hlusta, sem er miður. Góðir vinir hafa gjarnan þann eiginleika.


Góður hlustandi er óhræddur við þagnir og leyfir hinum að tala, sýnir honum áhuga og leggur sig fram við að skilja það sem sagt er og gefur tækifæri til nánari útskýringa án þess að leiðrétta. Hann hefur taumhald á þörf sinni til að tala eða gagnrýna fyrr en öll sagan er sögð.


Pabbi sagði oft við mig sem strákur að tala væri silfur, en að þegja væri gull. Langt fram eftir aldri hélt ég bara að hann hafi verið að reyna að benda mér á að ég talaði of mikið, en seinna lærði ég að það var önnur hlið á þeim pening. Því þegar ég þagnaði gafst mér tækifæri til að hlusta á það sem aðrir höfðu að segja. Það hefur kennt mér og þroskað margfalt á við allt þvaðrið sem upp úr mér vall. Ég hef lært að tala minna og hlusta meira.


58 views0 comments

Commentaires


bottom of page