top of page

Söfnum minningum


Fyrsti sparigrísinn, keyptur í Kaupfélagi Árnesinga 1978.
Fyrsti sparigrísinn, keyptur í Kaupfélagi Árnesinga 1978.

Fyrir 40 árum gengum við Hrannar bróðir minn með nokkrar gamlar krónur í vasanum í vöruhús Kaupfélags Árnesinga á Selfossi. Markmið ferðarinnar var að kaupa jólagjöf handa mömmu og pabba.


Þessi litli grís varð fyrir valinu og honum fylgdi líka hugmynd; að spara fyrir litasjónvarpi.


Það var auðvitað ljóst að við vorum ekki að fara að kaupa sjónvarpið sjálfir fyrir þær krónur sem við höfðum milli handanna en nógu skynsamir vorum við að leggja til sparnaðinn. Veruleiki foreldranna var aðeins flóknari; á tímum óðaverðbólgu var erfitt að spara, en á sama tíma var lánsfé vandfundinn munaður og fyrstu kreditkortin komu ekki fyrr en nokkrum árum síðar (1980). Sparnaður var þrátt fyrir erfiðar aðstæður eina raunhæfa leiðin og við það ólumst við upp. Á endanum fékk grísinn sína magafylli og sjónvarpið kom stuttu síðar (þó líklega fyrir aðra peninga en þá sem í grísinn rötuðu).


Þrátt fyrir ótal lánaleiðir og kreditkort í dag, er enn best að spara fyrir hlutunum. Fáir safna klinki í dag, en við þurfum að vera dugleg að finna nýstárlegri leiðir til að leggja til hliðar.


Svo eigum við að sjálfsögðu í auknum mæli að safna fyrir minningum frekar en hlutum. Verum dugleg að gefa og spara fyrir því sem raunverulega skiptir máli. Lifum svo á því sem það gefur okkur til baka.


21 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page