Sæbjörn á bekknum situr lætur sér ekki leiðast. Af bekkjarsetu er ekki bitur ætlar sér ekki að meiðast.
Sæbjörn Guðlaugsson var annar þjálfara Davíðs þetta ár (2016) og var á sama tíma að stíga sín fyrstu skref með meistaraflokki félagsins. Þar var hlutskipti hans oft bekkjarseta, enda ungur og efnilegur.
Myndina tók ég á innnanhússæfingu í íþróttahúsinu á Egilsstöðum þar sem Sæbjörn sat og fylgdist með lærisveinum sínum spila.
Comments