Þær mæðgur eru um margt líkar, jafnvel þegar fegurðin er undanskilin.
Brosið bræðir,
gleðin flæðir,
lundin kætir,
hjartað bætir.
Myndin var tekin í grasagarðinum í Laugardalnum um sumarið. Brosið hennar Öldu minnar bjartara en sólin og skyggir á fegurðina í umhverfinu. Þvílík blessun að eiga þessar tvær, sem með brosinu einu saman geta gefið okkur aðgang að hjarta sínu.
Comments