Láttu gott af þér leiða. Hversu lítið sem það kann að vera getur það breytt tilveru þess sem þiggur.
Margir þekkja söguna af stjörnufiskunum á ströndinni, þegar maður gengur að litlum dreng sem týnir upp staka krossfisk á stórri strönd og fleygir þeim í sjóinn. Þegar maðurinn spyr strákinn hvað hann sé að gera svaraði sá stutti að bragði: "Ég er að henda krossfiskum aftur í sjóinn, því það er að fjara út og ef þeir komast ekki í sjóinn þá deyja þeir." "Já, en ströndin er stór og krossfiskarnir skipta hundruðum. Þetta skiptir engu máli sem þú ert að gera vinur!" segir maðurinn.
Strákurinn hlustaði á það sem maðurinn sagði, beygði sig svo niður eftir enn einum krossfiskinum, kastaði honum í sjóinn og sagði brosandi: "Það á eftir að skipta miklu máli fyrir þennan!"
Líttu ekki á smæð þína eða vankanta og hugsa að þú getir engu komið til leiðar. Hvað sem það er sem þú getur eða kannt, hversu lítilfjörlegt sem þér kann að finnast það, getur það skipt öllu máli fyrir einhvern annan. Það þarf ekki að vera meira en bros til að lyfta upp tilveru einhvers sem á þarf að halda.
Kannski ert þú í þeim sporum að þurfa á slíku að halda. Þá er ágætt að hafa í huga gullnu regluna, um að gera það við aðra sem þú vilt að aðrir geri þér. Ef þú værir á ströndinni með hinum krossfiskunum, þá er ég alveg viss um að jafnvel þó þér yrði ekki hent í sjóinn, þá vildir þú að sem flestir hinna fengu að njóta þess og eygja vonina um sömu örlög frekar en að vera skilin eftir án hennar.
Hjálpumst að. Veitum hvort öðru von.
-Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / frá Borgarfirði Eystri
Comments