• Unnar Erlingsson

Gluggi framtíðar

Starir inn gluggann. Heyrir hann tala.

Framandi tungumál lærir.

Situr og hlustar, horfir og hugsar.

Heiminn að fótum hans færir.


Litið út í heim

Tæknin boðar tækifæri og framfarir, en á þeirri leið leynast líka hættur sem gott er að vera vakandi fyrir. Þessi drengur er þegar farinn að læra erlend tungumál og skyggnast inn í framtíðina fyrir tilstuðlan þessa ofurlitla tækis. Það má með sanni segja að heimurinn hafi minnkað.


#Nói

©2016-2020 #ekkigefastupp