top of page

Allir dagar eru góðir dagar.


ALLR DGR ER GDR DGR
ALLR DGR ER GDR DGR

Ein af þekktum þjóðaríþróttum okkar Íslendinga eru umræður um veðrið. Vegna þess veðurfars sem við búum við, þá er hætt við að þær samræður séu heldur neikvæðar, jafnvel bölsýnar. Allir virðast fylgjast með fréttum af veðrinu, það stjórnar gjörðum okkar og hefur örugglega haft mikil áhrif á að okkur hefur aldrei tekist, svona almennt talað, að gera langtímaáætlanir. Langtímaveðurspáin nær ekki nema fimm daga fram í tímann og allir vita hversu óáreiðanleg hún getur verið.


Sem betur fer þá virðist langtímaminni okkar ekki vera mikið. Við gleymum slæmu dögunum jafn harðan og bíðum spennt eftir góðviðrisdögunum, þegar lífið verður allt betra. Dagur eða tveir á stuttermabol getur farið langt með að bjarga heilu sumri.

Einn óheppilegur fylgifiskur þessa áhuga okkar og ákafa gagnvart veðrinu er að við látum stjórnast ótrúlega mikið af því. Það er engu líkara en að skapið stjórnist af skýjafari, að það rigni beint inn í sálina.


Eins vön og við erum allskonar veðri, þá skyldi maður ætla að við værum betur undir það búin og duglegri að klæða okkur eftir aðstæðum. Allir dagar eru nefnilega góðir dagar og það er varla til nokkuð sem heitir vont veður. Við þurfum bara að klæða okkur betur eftir aðstæðum. Hugarfar leikur hérna lykilhlutverk.


"Mér finnst rigningin góð" söng Helgi Bjöss með hljómsveitinni Grafík um árið (og syngur reyndar enn). Ég held að þessi eina laglína geti haft mælanleg jákvæð áhrif á sálartetur þjóðar eftir langt rigningasumar. Hjálpar okkur að gleðjast yfir rigningunni, eða í það minnsta gera gott úr afleitum aðstæðum. Rannsóknir sýna reyndar að það er ekki hægt annað en að líða betur þegar við syngjum, söngur vekur upp vellíðan. Við ættum að syngja meira.


Mörgum finnast mánudagar ömurlegir. Þeir eru það ekki. Kannski ef þú þolir ekki vinnuna þína, en það er ekki mánudögunum að kenna. Ef þér líkar vinnan þín, þá er mánudagur besti dagur vikunnar. Frábært að koma í vinnuna eftir skemmtilega helgi með autt borð. Ekkert stress, engin ókláruð verkefni eða skilafrestir. Bestu kaffipásurnar að ræða um það sem gerðist um helgina og þar geta líka bestu hugmyndirnar fæðst í afslöppuðu og ánægjulegu umhverfi vinnufélaga og vina.


Gerum alla daga að góðum dögum, óháð veðri eða heiti. Gleðjumst í dag.


 

Magnaður mánudagur
Magnaður mánudagur

MNDGR - Magnaður mánudagur


Besti dagur vikunnar. Dásamlegt að koma í vinnuna eftir erfiða helgi og byrja með autt borð. Ekkert stress, engin ókláruð verkefni eða skilafrestir. Bestu kaffipásurnar að ræða um allt það skemmtilega sem gerðist um helgina. Hérna fæðast bestu hugmyndirnar. Allir glaðir og afslappaðir.

 

Þrusugóður þriðjudagur
Þrusugóður þriðjudagur

ÞRÐJDGR - Þrusugóður þriðjudagur


Þriðjudagar eru frábærir. Afslappað andrúmsloft í vinnunni, ekkert komið í vanskil ennþá og flestir búnir að ná sér eftir erfiða helgi. Tilvalið að skella sér í bíó (þriðjudagstilboð) eða góna á Meistaradeildina (þegar liðið þitt er enn að keppa). Svo er líka alveg tilvalið að spila við börnin.

 

Meiriháttar miðvikudagur
Meiriháttar miðvikudagur

MÐVKDGR - Meiriháttar miðvikudagur


Það getur verið svolítið erfitt að vera út í miðri á og sjá hvergi til lands. Miðjan í storminum getur hinsvegar veitt ótrúlega góð skilyrði. Þetta er dagurinn til að taka stórar og mikilvægar ákvarðanir. Það er aldrei skynsamlegt að snúa til baka. Horfum fram veginn!

 

Frábær fimmtudagur
Frábær fimmtudagur

FMMTDGR - Frábær fimmtudagur


Hérna hefst upphitun fyrir helgina. Mikilvægt að gefa sér góðan tíma til að skipuleggja og láta sig dreyma um það sem er framundan svo ekkert klikki. Panta sæti ef stefnt er á tónleika, leikhús eða út að borða. Velja playlistann á Spotify og koma makanum á óvart. Mæli með rósum eða einhverju óvæntu í matinn.

 

Framúrskarandi föstudagur
Framúrskarandi föstudagur

FSTDGR - Framúrskarandi föstudagur


Hér þarf að fara varlega. Ef spennan fyrir helginni er of mikil þá getur farið illa. Mikilvægt að njóta dagsins til að koma afslappaður inn í helgina. Redda því sem reddað verður í vinnunni til að hausinn hafi réttan fókus fyrir því sem skiptir máli. Fjölskyldutími framundan.

 

Ljómandi laugardagur
Ljómandi laugardagur

LGRDGR - Ljómandi laugardagur


Tökum þennan dag á orðinu og skellum okkur í laugarnar. Afslöppun, leikur og gleði fyrir börnin. Alíslenskur fjölskyldutími. Hressir þig við eftir erfiða vinnuviku eða afslöppun eftir fjölbreyttan fjölskyldudag.

 

Sallarólegur sunnudagur
Sallarólegur sunnudagur

SNNDGR - Sallarólegur sunnudagur


Hvíldardagur og ekkert vesen. Hvíld eftir gærdaginn og hvíld fyrir vikuna framundan, sama hvað þú heldur, þú þarft á því að halda. Hættu þessu stressi og njóttu þess bara!

 

Gerum alla daga að góðum dögum, óháð veðri eða heiti. Gleðjumst í dag.


42 views0 comments

Comments


bottom of page