top of page

Það er frost


Jafnvel þeim sem líður best í kulda, þurfa á kærleika að halda.
Jafnvel þeim sem líður best í kulda, þurfa á kærleika að halda.

Það er frost. Kuldinn er ástand þar sem hita nýtur ekki við.


Það getur vel verið fallegt í kuldanum og í stutta stund er virkilega hægt að njóta hans, ekki síst ef maður er vel undir hann búinn. En öll kjósum við frekar hlýju og yl.


Búum okkur vel undir köldu kaflana í lífi okkar svo við getum notið þeirra og fegurðarinnar sem þeim fylgir. Þannig njótum við líka enn betur hlýju daganna, sólarinnar og geislanna sem hún færir okkur.


Við vitum líka að ekki eru allir vel undir kuldakaflana búnir. Þess vegna þurfum við ekki síður að vera tilbúin að halda utan hvort annað, veita hvort öðru kærleika og yl.

21 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page