Það er oft talað um að til að komast áfram, þurfi stundum að taka tvö skref aftur á bak. Við sjáum betur þegar við öðlumst smá fjarlægð frá vandanum, sem gerir okkur betur fær til að takast á við hann og leysa, til að næstu skref fram á við geti orðið að veruleika.
Mistökin eru í raun skref áfram en ekki aftur á bak, þó vissulega virðast þau vera til baka. Reynslan verður nefnilega ekki af okkur tekin, það sem við lærum af mistökunum er það sem gerir okkur fært og kleyft að taka næsta stökk fram á við. Það hægir vissulega á en áfram er alltaf áfram óháð hraða.
Comments