Unnar Erlingsson

Jan 27, 20211 min

Það eina góða við að eiga mikið er að geta gefið mikið.

Updated: Jan 31, 2023

Það eina góða við að eiga mikið er að geta gefið mikið.

Sem lítill strákur átti ég mér þann draum æðstan að verða ríkur (reyndar á eftir því að geta flogið en það er önnur saga). Leiðin að markinu var óákveðin á þeim tíma en mér þótti ljóst að það yrði eina leiðin til að geta látið alla hina draumana mína rætast. Peningar voru sá gjaldmiðill sem ég hafði lært að væri líklegastur til að opna mér leið að farsælu lífi og þó ég hafi ekki hugsað það djúpt á þeim tíma, þá var þetta sú leið sem ég taldi besta að lífshamingjunni sjálfri.

Hvernig ég komst að þeirri niðurstöðu frá unga aldri er rannsóknarefni. Það tók mig nefnilega áratugi að komast að því að ríkidæmi hefði ekkert með peninga að gera og það eina góða við að eiga mikið væri sú blessun að geta gefið mikið.

Og þó þér finnist eins og þú eigir ekkert, nema kannski smá tíma, þá er það nú líklega það verðmætasta sem við getum nokkurntíma gefið.

#ekkigefastupp

    340
    1