Unnar Erlingsson

Jun 2, 20191 min

Litur hamingjunnar

Updated: Jun 13, 2019

Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / Skálanesbjarg
Rauður er litur kærleikans og gulur er litur gleðinnar. Ef við blöndum þeim saman fáum við lit hamingjunnar.

Litir hafa allskonar merkingu. Ýmist almenna eða persónulega og flest okkar eigum við okkur uppáhalds lit. Litir eru gjarnan notaðir til að vekja með okkur hughrif eins og til dæmis að vekja með okkur traust, búa til hvata, benda á góð kaup og svo framvegis.

Auðvitað er það þannig að í gegnum tíðina hefur hver litur öðlast allskonar merkingu, en rauður er líklega sá litur sem flestir myndu tengja við ástina. Í dag þekkja flestir gulan fyrir að boða góð kaup en flestum þykir gulur glaðlegur litur, enda oft notaður sem tákn fyrir gleðina.

Sé rauður litur kærleikans og gulur litur gleðinnar, þarf það engum að koma á óvart að saman verða þeir litur hamingjunnar, appelsínugulur. Hamingjuna finnum við ekki án kærleika og gleði.

Elskum hvort annað, gleðjumst og hamingjan hittir okkur í hjartastað.

#ekkigefastupp


-Ljósmynd: Gunnar Gunnarsson / Skálanesbjarg

    70
    0