Unnar Erlingsson

Jul 30, 20171 min

Hlustum til að læra.

Hlustum til að læra.

Við þurfum ekki alltaf að vita betur, kunna betri sögu eða lausn á öllum vanda. Oftast viljum við einfaldlega að á okkur sé hlustað, okkur sýndur skilningur, jafnvel hluttekning. Til að kynnast, þurfum við að hlusta á hvort annað. Virk hlustun er lykill að vináttu. Þannig lærum við að meta hvort annað. Tölum minna, hlustum meira. Það er líklega góð ástæða fyrir því að við erum með fleiri eyru en munna.

#ekkigefastupp

    180
    0